mbl.is: Hæg­ir á tím­an­um í þyngd­ar­leysi

mbl.is: Hæg­ir á tím­an­um í þyngd­ar­leysi

Viðtal á mbl.is (5. Maí, 2019)

eftir Erlu Maríu Markúsdóttur

Hönnuður­inn og listamaður­inn Rakel Tom­as leigði sér hús­næði á Lauga­veg­in­um fyr­ir skemmstu og á fimmtu­dag opnaði hún sýn­ing­una VATN. Hún hef­ur því verið á bólakafi í vinnu en heppi­lega eru verk­in henn­ar að þessu sinni ein­mitt und­ir áhrif­um frá ansi svipaðri til­finn­ingu. Rakel eyddi nefni­lega nokkr­um vik­um á Balí í vet­ur þar sem hún lærði á brimbretti og prófaði frjálsa köf­un. Í frjálsri köf­un er kafað án köf­un­ar­búnaðs og því leng­ur sem kafar­inn get­ur haldið niðri í sér and­an­um, því betra.  

Öld­urn­ar ráða ferðinni

„Það er eitt­hvað við þetta þyngd­ar­leysi og tíma­leysi sem fylg­ir því að vera í kafi. Það hæg­ist á hjart­slætt­in­um og það er eins og tím­inn standi í stað í smá stund á meðan maður held­ur niðrí sér and­an­um. Húð verður allt öðru­vísi viðkomu og maður upp­lif­ir hita­breyt­ing­ar í vatn­inu næst­um eins og snert­ingu,” seg­ir Rakel.

„Á brimbrett­inu ráða öld­urn­ar svo ferðinni og þegar maður dett­ur er það eina í stöðunni að láta þær líða yfir sig og henda sér til þangað til maður kemst aft­ur upp til að anda.”
Rakel er ekki bara að vera ljóðræn: hjartað get­ur bók­staf­lega hægt á sér þegar mann­skepn­an held­ur niðri í sér and­an­um hvort sem það er við köf­un eða ekki.
Köf­un­arþjálf­ar­inn henn­ar á Balí benti Rakel á að þegar hún hélt niðri í sér and­an­um og hægði þannig á hjart­slætt­in­um var eins og tím­inn væri ör­lítið leng­ur að líða. Það minnti Rakel á erfið augna­blik í henn­ar lífi.
„Stund­um, þegar ég vil bara að allt stoppi, held ég ósjálfrátt niðri í mér and­an­um. Þarna skildi ég í fyrsta skipti af hverju.”

Rakel segir það að ferðast ein hafa styrkt sjálfsmynd hennar …

Sjálfs­ör­ugg­ari, opn­ari og sterk­ari

„Og tím­inn er eins og mynd,
sem er máluð af vatn­inu
og mér til hálfs.”
-Steinn Stein­arr

Á Balí var það þó ekki tím­inn held­ur vatnið sem átti hug Rakel­ar. Hana langaði til að end­ur­skapa þyngd­ar­leysið í mynd­un­um sín­um. Rakel hef­ur skapað sér gott orð fyr­ir teikn­ing­ar sín­ar af and­lit­um í óhefðbundn­um hlut­föll­um. Á verk­un­um á nýju sýn­ing­unni eru sum and­lit­in á mynd­un­um henn­ar á hvolfi sem tákna þyngd­ar­leysið og hún seg­ir að í raun megi snúa mynd­un­um hvernig sem er. Allt snýr upp og allt snýr niður.

„Það er nýtt fyr­ir mig að teikna lík­ama, hingað til hafa flest­ar mynd­irn­ar mín­ar verið af and­lit­um en mig langaði að lík­ams­tján­ing­in vísaði í þetta stjórn­leysi, þegar öld­urn­ar kasta manni til og maður ekk­ert við það ráðið,” seg­ir hún.

„Mér finnst mjög gam­an að fara í gegn­um mynd­irn­ar mín­ar eft­ir að smá tími hef­ur liðið frá því ég teikna þær og setja þær í sam­hengi við það sem var að ger­ast í líf­inu mínu á þeim tíma­punkti,” seg­ir Rakel. „Það er al­veg klár­lega teng­ing þarna á milli og ég get al­veg lesið í gegn­um allt sem var í gangi með því að skoða mynd­irn­ar. En það sem mér finnst gam­an að sjá núna er lík­ams­tján­ing­in í mynd­un­um og svip­brigðin eru að verða sjálfs­ör­ugg­ari, opn­ari og sterk­ari.”

Allt í einn hólk

Rakel seg­ir það að ferðast ein hafa styrkt sjálfs­mynd henn­ar mikið og að það end­ur­spegl­ist í mynd­un­um. 
„Balí var bara svo stór­kost­leg ferð í alla staði – ég hef sjald­an fengið jafn marg­ar hug­mynd­ir eða bara liðið jafn vel. Ég bjóst ekki endi­lega við því að mér myndi líða svona vel ein á ferðalagi en svo kom í ljós að þetta er bara full­komið fyr­ir mig og ein­mitt það sem ég þarf á að halda í líf­inu á þess­ari stundu,” seg­ir hún.
Ferðalög­un­um fylg­ir reynd­ar einn vandi. Stærri mynd­irn­ar henn­ar, sem eru 50x70 cm passa ekki í hand­far­ang­ur­stösk­una og Rakel hef­ur ekki í hyggju að stækka við sig.
„Nú er bara að finna leið til að koma stór­um mynd­um, öll­um blýönt­un­um og helst einu borði, í hólk sem ég get ferðast með,” seg­ir hún. „Ég mun finna út úr þessu, það er allt hægt.”
Sýn­ing­in VATN er staðsett á Lauga­vegi 27 og verður opin til 26. maí.