Sir Arnar Gauti kom í heimsókn í sýningarrrýmiði á Grettisgötu, meðan sýningin Andlit var í gangi, og tók við mig viðtal fyrir nýjan lífsstílsþátt á Hringbraut. Í viðtalinu sagði ég Arnari frá sýningunni og hugmyndunum á bak við myndirnar, einnig spjölluðum við um listaverkabókina, dagbókina og hvernig hægt er að nota instagram til að markaðssetja list.
“Ég hef verið að vinna með mannslíkamann og líkamstjáningu og það er búið að vera gegnumgangandi þema í verkunum mínum en á þessari sýningu fer ég nánar í andlitið. Ég fór að velta því fyrir mér hvað þarf til að við greinum andlit og af hverju við sjáum andlit í allskonar dauðum hlutum í kringum okkur eins og t.d. bílum eða innstungum o.s.fv. Það sem við þurfum til að sjá andlit eru tvö augu, munnur og helst nef, þannig ég ákvað að taka þessi form; augu nef og munn og raða þeim upp á abstrakt hátt og athuga; hvar er línan? Hvenær sér maður andlit og hvenær ekki?
Sum verkin eru einfaldari og eru með frekar hefðbunda uppsetningu á formunum, sem sagt, tvö augu, nef fyrir neðan og munn. Í þeim verkum er maður mjög fljótur að sjá andlit. En í þeim verkum sem eru flóknari, þar sem augun eru orðin fleiri og formin á óhefðbundari stöðum, er andlitið byrjað að týnast.“