Forsala 2020

Bæði dagbókin og listaverkabókin koma út um miðjan nóvember (milli 10. og 20. nóv) og verða afhentar þá.

Sama verð er á bókum í forsölu og eftir útgáfu en eftirprent fylgja eingöngu með bókum sem pantaðar eru í forsölu.


Hægt er að velja um nokkrar afhendingarleiðir:

Sækja í Studio Rakel Tomas (frítt)
Hægt verður að sækja bækur sem keyptar eru í forsölu í Studio Rakel Tomas, Grettisgötu 3 að kostnaðarlausu.

Bréf með Íslandspósti (315 kr. - 630 kr.)
Þessi sendingarleið er eingöngu í boði fyrir sendingar sem innihalda eingöngu eina til tvær dagbækur. Bækurnar eru sendar sem bréf með Íslandspósti og berast inn um lúgu eða í póstkassa.

Heimkeyrsla á höfuðborgarsvæðinu (1000 kr.)
Aksturinn er frá kl.17-22 á virkum kvöldum. Viðskiptavinir fá SMS þegar pöntun er skönnuð upp í bíl og aftur þegar hún er rétt ókomin til viðskomandi. Ef viðskiptavinur er ekki heima fær viðkomandi SMS um að reynt hafi verið að afhenda sendingu og að pöntun bíði í vöruhúsi Gorilla, við Vatnagarða 22. (Þessi sendingarleið er í umsjá Gorilla Vöruhúss.)

Afhent á næstu Flytjendastöð (800 kr.)
Sendingar á landsbyggð fara út með Flytjanda. Viðskiptavinir fá SMS þegar pöntun er tilbúin til afhendingar.

Útlönd (1000 kr. - 1800 kr.)
Hægt er að fá sent hvert sem er í heiminum. Sendingar til útlanda eru sendar með Íslandspósti. Viðskiptavinir fá tölvupóst með sendingarnúmeri.