Skilmálar

Afhending og verð

Allar pantanir innan Íslands eru sendar með Íslandspósti á næsta pósthús viðskiptavini að kostnaðarlausu, hægt er að greiða aukalega fyrir heimsendingu upp að dyrum eða sendingar til annarra landa. Allar pantanir eru afgreiddar innan þriggja daga eftir pöntun og er afhendingatími er að jafnaði 3-6 virkir dagar eftir að pöntun hefur borist og greiðsla átt sér stað. 

Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Studio Rakel Tomas ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Studio Rakel Tomas til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. 

 

Verð

Studio Rakel Tomas áskilur sér rétt til að breyta verðum fyrirvaralaust. Öll verð í vefverslun eru með 24% virðisaukaskatti. 

 

Að skipta eða skila vöru

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Vinsamlegast hafið samband við rakeltomas@me.com vegna skila á vörum.  Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Ef vara skildi vera uppseld þrátt fyrir kaup á vefverslun bjóðum við upp á endurgreiðslu að fullu.

 

Gölluð vara

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir. Eða endurgreiðum ef þess er krafist.

 

Trúnaður 

Studio Rakel Tomas heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

 

Studio Rakel Tomas

kt. 650418-0770

Grettisgötu 55b
101 Reykjavík
Ísland 

rakeltomas@me.com
S. 6162947