.

 

Sýningin HÚN var haldin að Hverfisgötu 82, dagana 11. til 23. desember 2019.

Á sýningunni voru átta verk – blýantur, blek og kol á pappír. Myndirnar voru teiknaðar á Hawaii og í Reykjavík.

Á sýningunni HÚN færðist linsan nær andlitinu. Tjáningin verður til með svipbrigðum fremur en líkamanum. Verkin fela í sér meira myrkur, meira skammdegi og skugga en einmitt í þeim verða til lítil ljós. Kaldi potturinn eftir gufu. Hlý peysa á köldum morgni. Að láta pakka sér inn í sæng. Nánd sem virðist í seilingarfjarlægð en samt óravegu í burtu.

.