Sýningin VATN var haldin í auðu verslunarrými að Laugavegi 27, dagana 2. til 25. maí 2019.
Á sýningunni voru 14 verk – blýantur, kol og vatnslitir á pappír. Allar skissur og minni teikningarnar urðu til á eyjunni Balí í Indónesíu.
Verkin voru undir áhrifum frá þyngdar- og tímaleysinu sem fylgir því að vera í kafi, þegar hægir á hjartslættinum og hitabreytingar í vatninu verða eins og snerting. Allt snýr upp og allt snýr niður.
Öldurnar ráða ferðinni og það eina í stöðunni er að láta þær líða yfir sig og kasta sér til og frá þangað til líkaminn kemst aftur upp að anda.
Frétt af trendnet.is (6. maí 2019)
Ljósmyndir eftir Elisabetu Blöndal