Fyrsta sýningin í Studio Rakel Tomas ber nafnið Andlit og opnaði fimmtudaginn 3. September. Á sýningunni voru til sýnis ný málverk ásamt samstarfsverkefni okkar Huldu Katarínu, keramiklistakonu. Við vorum mjög þakklátar fyrir að geta haldið opnun þrátt fyrir samkomutakmarkanir en sóttvarnarreglum var að sjálfsögðu fylgt og veðrið bauð sem beturr fer upp á að hægt væri að standa fyrir utan rýmið spjalla á meðan gestir skiptust á að fara inn í sýningarrýmið.
Við hulda þökkum ykkur öllum kærlega fyrir komuna, bæði ykkur sem mættuð á staðin ásamt ykkur sem fylgdust með á samfélagsmiðlum. Hér fyrir neðan eru myndir af opnuninni eftir Töru Tjörvadóttur.